Laugardagsmorgun

Hæ,

Nú hef ég ekki bloggað neitt, þ.e.a.s á íslensku í heila viku. Smellti einhverjum myndum á enska blogginu frá partíinu síðustu helgi.

Annars er þessi frívika búin að vera alveg ágæt. Börnin komu til mín á miðvikudag og ég reynt að vera duglegur að hafa eitthvað að gera. Á miðvikudag elduðum við saman hamborgara sem virtist nú bara þokkalega ofan í liðið þrátt fyrir að ég kryddaði þá heldur mikið ;)
Á fimmtudag fórum við niður í bæ og keyptum smá fatnað á Alexander og fórum og fengum okkur pizzu í hádeginu. Svo röltum við um allt. Virkilega gaman.

Í gær fórum við í dýragarðinn, en áður en þangað var komið skellti ég þeim bræðrum í klippingu. Það var hreinlega magnað hvað Matthías var duglegur. Sat alveg grafkyrr og fylgdist með fullur af áhuga á meðan hár hans var klippt. Nú eru piltarnir mínir alveg ægilega fínir.
Svo var auðvitað pizzugerð að venju, reyndar er ég svo latur að ég kaupi tilbúna botna, en ætla nú að bæta úr því, þegar ég nenni :)

Núna er Dísa í heimsókn hjá vinkonu sinni á hæðinni fyrir neðan, Sofie, og bræðurnir að horfa á sjónvarpið. Mér sýnist við verða heima í dag. Veðrið er hundleiðinlegt. Förum kannski í smá göngutúr.

jamm, meira hef ég svo sem ekki að segja...smelli nokkrum myndum hér á eftir.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hmm hvað varð um hitt commetið?
En allavega flottir krakkar. Kúl myndin af þeim í "apadótinu". Kemur þú heim um jólin?
kv Munda og co
Arnar Thor sagði…
Nei, kem ekki heim um jólin :( ,kannski í janúar en annars ekkert fyrr en ég er skuldlaus við LíN sjáumst 2040.

Vinsælar færslur